Mannlegi þátturinn

Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem eru glíma við slíkan vanda. Við fengum Orra Hilmarsson, formann undirbúningshóps Alþjóða geðheilbrigðisdagsins og Garðar Sölva Helgason, gjaldkera hópsins til segja okkur frá deginum og hvað verður í brennidepli í ár.

Við fengum líka hauststemningu austan - nánar tiltekið frá Seyðisfirði þegar við slógum á þráðinn til Kristjönu Stefánsdóttur sem dvelur þar þessa dagana og kennir söng við listadeild Tónlistarskólans milli þess sem hún spásserar um bæinn og dáist haustlitunum.

Kúasmölun og bjargsig var aðalumræðuefni Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og Konráðs Eggertssonar sem margir þekkja sem Hrefnu-Konna enda landsþekktur hrefnuveiðimaður, þar sem þau sátu í sólinni í Þernuvík einn septemberdag.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

6. okt. 2020

Aðgengilegt til

6. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.