Mannlegi þátturinn

Raddsérfræðingurinn og bassasöngvaraspjall

Sérfræðingurinn Mannlega þáttarins í dag var Valdís Ingibjörg Jónsdóttir raddfræðingur og talmeinameinafræðingur og áherslan hjá okkur var á röddinni. Hvernig getum við passað uppá röddina? Hvernig fer það með röddina td. syngja í tóntegund sem er manni ekki eðlileg, t.d. þegar fullorðnir syngja í raddhæð barna eins og oft er gerst á yngri stigum grunnskóla? Hvað eru mútur og af hverju eru raddir karla dimmari en kvenna? maður öskra? Hvers vegna er svona almennt lítil þekking á röddinni og raddbeitingu? Við komum ekki tómum kofanum hjá Valdísi og hún svaraði þessum spurningum hlustenda.

Þrír hávaxnir söngvarar og penn píanóleikari er yfirskrift tónleika sem verða í Salnum á næstunni en þessi hópur mun bjóða uppá ferðalag um undraveröld bassabókmenntanna í fjölbreyttri efnisskrá sem inniheldur bæði íslenska og erlenda tónlist. Kristinn Sigmundsson og Bjarni Thor Kristinsson komu til okkar og sögðu frá í þættinum.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

24. sept. 2020

Aðgengilegt til

24. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.