• 00:07:59Sigmar og Edda - Nýjasta tækni og vísindi
  • 00:22:17Guðrún og Þórunn - Einmannaleiki eldri borgara
  • 00:37:42Rakel Jóhanssdóttir - strandveiðar

Mannlegi þátturinn

Nýjasta tækni og vísindi, einmannaleikinn og Rakel á strandveiðum

Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi hóf göngu sína á ný í sjónvarpinu í gærkvöldi eftir langa fjarveru af skjáum landsmanna. Efnistökin eru fjölbreytt og fróðleg en í þáttunum verða íslenskar vísindarannsóknir í forgrunni. Fjallað er um allt milli himins og jarðar, svo sem öldrun, hvali, sprotafyrirtæki og snjallheimilið svo fátt eitt sé nefnt. Umsjónarfólk þáttarins eru Sigmar Guðmundsson, Sævar Helgi Bragason og Edda Elísabet Magnúsdóttir, við fengum Sigmar og Eddu í þáttinn til að segja okkur frá þáttunum.

Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamlegar og andlegar og geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum. LEB - Landssamband eldri borgara stendur fyrir málþingi um einmanaleika og félagslega einangrun eldra fólks og hvað sé til ráða, fimmtudaginn 17. sept. Þær Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir frá LEB komu í þáttinn í dag.

Rakel Jóhannsdóttir frá Hólmavík ákvað stuttu eftir fimmtugsafmælið sitt að fara á strandveiðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Rakel þegar hún var að hefja strandveiðar fyrir þremur árum og svo núna þegar vertíðinni lauk.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

15. sept. 2020

Aðgengilegt til

15. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir