• 00:07:30Einar Kára og Kjartan Ragnarsson - Söguloftið
  • 00:32:50Finnur Dellsén - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Söguloftið, lesandi vikunnar o.fl.

Við fengum til okkar góða gesti frá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson leikstjóra og Einar Kárason sem hefur tengst setrinu undanfarin ár með sýningum á Sögulofti setursins og hann ætlar einmitt að segja okkur frá nýrri sýningu sem var í starholunum þegar allt lokaðist um miðjan mars. Sýningin heitir „Fyrirheitna landið - Djöflaeyjan heimsótt á ný.“ Kjartan sagði okkur frá fleiru forvitnilegu sem verður í boði þetta sumar á Landnámssetrinu.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Finnur Dellsén dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

Birt

2. júní 2020

Aðgengilegt til

2. júní 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir