• 00:09:2450 ár frá göngu Rauðsokkahreyfingunnar
  • 00:28:05Stella Bára - dáleiðsla
  • 00:42:33Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Á rauðum sokkum, dáleiðsla og póstkort frá Spáni

Konur á rauðum sokkum! Hittumst á Hlemmi klukkan há?lf eitt! Svona hljómaði útkallið í útvarpi allra landsmanna þann fyrsta mai árið 1970. Þátttaka kvenna í verkalýðsgöngunni var undirbúin á óformlegum fundi sem haldinn var í kjallara Norræna hússins nokkrum dögum áður. Konur hópuðust á Hlemm, þær báru meðal annars borða sem á var letrað Konur nýtið mannréttindi ykkar og Vaknaðu kona. Ekki féll uppátækið í frjóan jarðveg hjá forystumönnum göngunnar sem töldu þetta fíflaskap og verið væri gera grín baráttu verkalýðsins. Það var auðvitað fjarri lagi þar sem verið var vekja athygli á bágum kjörum kvenna. Tiltækið vakti mikla athygli og telst upphafið stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Við fengum tvær af konunum sem komu skipulagningu göngunnar og auðvitað tóku þátt í henni, þær Hildi Hákonardóttur vefnaðarlistakonu, og Elísabetu Gunnarsdóttur kennara til okkar til þess rifja upp þennan merkilega gjörning, einmitt tveimur dögum fyrir hálfrar aldar afmælis hans.

Stella Bára Eggertsdóttir vinnur sem dáleiðari og styðst við tækni sem nefnist Rapid Transformational Therapy og hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir áföllum og einnig við gera upp gamlar tilfinningar, sem það jafnvel veit ekki hvaðan eru sprottnar. Galdurinn við allan árangur snýst um endurrita forritið sem undirmeðvitund okkar er, segir Stella Bára. Við ræddum við hana í þættinum í dag.

Við fengum póstkort frá Spáni frá Magnúsi R Einarssyni. Hann sagði í því frá batnandi ástandi vegna faraldursins á Spáni, en versnandi horfum í efnahag Spánverja. Í útgöngubanninu hefur Magnús verið lesa ýmislegt úr sögu Spánar. Hann sagði því frá spænskri prinsessu sem breytti heimssögunni með dramatískum hætti.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

29. apríl 2020

Aðgengilegt til

29. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.