Mannlegi þátturinn

Máni Svavarsson, jólaveðurspjall og Kristrún Halla lesandi vikunnar

Máni Svavarsson er höfundur tónlistarinnar í Latabæ og loks eru öll 100 lögin sem hann samdi fyrir hin ýmsu Latabæjarverkefni komin á tónlistarveitur. Við fórum aðeins með Mána yfir þessa sögu ásamt því heyra af öðrum verkefnum eins og leiksýningu um Gurru Grís (Peppa Pig) sem sýnd hefur verið til dæmis á West End í átta ár fyrir jólin en Máni samdi tónlistina við þessa sýninguna.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo í veðurspjall til okkar í dag. Í þetta sinn var það jólaspáin og jólaveður í löndunum í kring um okkur. Rennur upp hlýjasti aðfangadagur í manna minnum á Íslandi? Og svo fræddi Einar okkur um ástæður landbrotsins við Vík og horfur á sjógangi þar næstu daga.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Dagur þjóðar. Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20 öld e. Pál Björnsson.

Ósmann e. Joachim B. Schmidt.

Persepólís e. Marjane Satrapi.

Mzungu e. Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora

Svo á jörðu, e. Nínu Ólafsdóttur.

Strá fyrir straumi e. Erlu Huldu Halldórsdóttur

Afleggjarinn e. Auði Övu Ólafsdóttur

Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma e. Ófeig Sigurðsson

Tónlist í þættinum:

Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (Mel Tormé & Robert Wells, texti Þorsteinn Eggertsson)

Litla Jólabarn / Elly Vilhjálms (Elith Worsing, Ludvig Brandstrup og Axel Andreasen, texti Ómar Ragnarsson)

Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson texti Bragi Valdimar Skúlason)

Hin fyrstu jól / Hljómeyki (Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,