Mannlegi þátturinn

Kanadískir hermenn í hernáminu, Léttsveitin þrítug og veðurspjall um sólgos og héluísingu

Við töluðum í dag við Karen Lilju Loftsdóttur, doktorsnema í sagnfræði við Queen's háskólann í Ontario í Kanada. Doktorsverkefni hennar skoðar með menningarsögulegri nálgun kanadíska hermenn sem voru á Íslandi á hernámsárunum. Flestir vita Bretar hernámu Ísland árið 1940 og svo Bandaríkjamenn frá 1941, en færri vita um það bil 2500 hermenn frá Kanada hafi verið á Íslandi og sumir þeirra af íslenskum ættum. Við hringdum til Kanada og fengum Karen Lilju til segja okkur aðeins frá þessu doktorsverkefni sínu.

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli í ár og á laugardaginn verða tvennir jólatónleikar í Langholtskirkju. Við litum á æfingu hjá sveitinni í gærkvöldi og hittum þar fyrir Guðný Helgadóttur og Steinunni Þórhallsdóttur og kórstjórann Gísla Magna og fengum heyra eitt lag með kórnum og hljómsveit.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag talaði hann aðeins um sérstaka gerð ísingar, héluísingu, en á annan tug umferðaróhappa um helgina voru rakin til slíkrar ísingar. Svo talaði Einar um sólgos, kórónaskvettur og norðurljós og nýja bók Arndísar Þóarinsdóttur sem heitir einmitt Sólgos.

Tónlist í þættinum í dag:

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Baby Driver / Simon & Garfunkel (Paul Simon)

Er kemur þú til mín - Léttsveit Reykjavíkur (Enya, texti Auður Aðalsteinsdóttir)

Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,