Mannlegi þátturinn

Krabbameinsfélagið Framför, kynbundinn tekjumunur lífeyris og narsisísk samskipti

Það er blár nóvember, þ.e.a.s. í þessum mánuði er vitundarvakning um blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum. Við kynntum okkur helstu upplýsingar um það og krabbameinsfélagið Framför í þættinum í dag, en Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður og Hólmfríður Sigurðardóttir varaformaður komu í þáttinn og sögðu okkur frá starfi félagsins, Makafélaginu Traustir makar og fleiru.

Hvað tekur við þegar starfsævinni lýkur og eftirlaunaaldri er náð? Tekjumunur milli kvenna og karla helst ævina á enda og konur ekki bara lægri laun en karlar á vinnumarkaði heldur einnig lægri lífeyri. Á málstofu fyrr í morgun fóru sérfræðingar yfir tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna, þar var fjallað um lífeyriskerfið út frá jafnréttissjónarmiðum og velt upp möguleikum til jafna leikinn. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, kom í þáttinn og sagði okkur frá erindi sem hún hélt á málstofunni þar sem teknar voru saman tölur um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri. Hrafn Úlfarsson, sérfræðingur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, kom með Steinunni í þáttinn og fór yfir mun á lífeyrisgreiðslum til karla og kvenna hjá sjóðnum, hver þróunin hefur verið og framtíðarhorfur.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag eins og undanfarna fimmtudaga og hélt áfram fræða okkur um mannleg samskipti. Í síðustu viku töluðum við um narsissisma og við héldum því áfram í dag, meðal annars hvað er hægt gera þegar kemur samskiptum við narsissíska einstaklinga.

Tónlist í þættinum i dag:

Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)

I Would Run Away With You / Bambaló (Kristjana Stefánsdóttir)

Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,