Í þættinum er fjallað um sögu Persaflóaríkisins Katar í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem haldið er þar í ár. Katar er eitt ríkasta land heims í dag en var á öldum áður sárafátækur útnári á Arabíuskaga, ekki síst þekkt fyrir sjóræningja sem þar héldu til og herjuðu á skip á Persaflóa.
Frumflutt
18. nóv. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.