Í þættinum er fjallað áfram um ævi Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta, en þann 29. maí verða hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Í þessum þætti er fjallað um upphafið að stjórnmálaferli Kennedys, tíma hans á þingi og kosningabaráttuna 1960.
Frumflutt
26. maí 2017
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.