Sumarið 1952 rændu herforingjar, með Gamal Abdúl Nasser í broddi fylkingar, völdum í Egyptalandi. Þeir steyptu þá af stóli konungi landsins, Farúk. Farúk er í dag helst minnst fyrir yfirgengilega eyðslusemi, fjárhættuspil, kvennafar og ofát. Hann lifði hátt bæði sem konungur, og í útlegð í Evrópu á síðustu árum ævinnar, og át sig á endanum í hel.
Frumflutt
18. ágúst 2017
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.