Í þættinum er fjallað um leiðangur undir stjórn Belgans Adrien de Gerlache til Suðurskautslandsins í lok nítjándu aldar. Skip leiðangursmanna festist mánuðum saman í hafís og í myrkri heimskautavetursins misstu margir bæði heilsuna og vitið. Leiðangurinn er einnig þekktur sem frumraun eins fræknasta heimskautafara sögunnar.
Frumflutt
10. sept. 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.