Í þættinum er fjallað um eitt umtalaðasta dýr dýraríkisins, hinn svarthvíta pandabjörn. Í þessum fyrri þætti af tveimur um sögu pöndunnar er fjallað meðal annars um það þegar vestrænir menn komust fyrst í kynni við pöndur, fyrsta pönduæðið, þegar bandarísk kona veiddi fyrst Vesturlandabúa lifandi pönduhún og fór með hann til New York, svo og fyrstu dæmi þess að pöndur væru fluttar milli landa í pólitískum tilgangi.
Frumflutt
15. sept. 2017
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Í ljósi sögunnar
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.