Samfélagið

Reiðufé, skipsstrand við Grænland, málfar og örplast

Eru seðlar og mynt á útleið? Ætti fólk eiga reiðufé heima hjá sér? Við ræðum þetta við vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra.

Í gær bárust fréttir af farþegaskipinu Ocean Explorer, sem tók niðri í Alpafirði við Austur-Grænland. Þarna eru meira 200 manns um borð og skipið situr enn sem fastast. Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk hefur fylgst með fréttum af strandinu og ætlar spjalla við okkur um það á eftir. Koma skemmtiferðaskipa til Grænlands er umdeild þar í landi og mörgum þykir nóg um þá miklu aukningu sem hefur orðið.

Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar.

Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún fjallar um örplast í sjávarspendýrum.

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,