Samfélagið

Eldgos, DNA varpar ljósi á útbreiðslu hafíss, umhverfispistill

Eldgos hófst norður af Grindavík í gærkvöldi. Og það hófst með miklu meiri krafti en fyrri gos undanfarið á Reykjanesi. Mikið dró úr kraftinum þegar leið á nóttina og virknin afmarkast við 300 til 500 metra langa rein um miðbik upphaflegu gossprungunnar. Brennisteinslosun á tímaeiningu var sögð tífalt meiri en var í síðustu þremur gosum á Reykjanesi. Við ætlum tala um gös, gufur og móðu við Þorstein Jóhannsson sérfræðing í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun og velta fyrir okkur hvort útlit fyrir loftmengun vegna gossins.

En við tölum ekki bara um eldgos. Við fjöllum líka um DNA-rannsóknir á steingervðum svifþörungum. Sara Harðardóttir, doktor í þörungafræði hjá Hafrannsóknastofnun, ætlar segja okkur frá rannsóknum sínum, en hún hefur rannsakað plöntu- og dýrasvif á norðurhveli jarðar í um áratug og rannsóknir hennar varpa meðal annars ljósi á áhrif loftslagsbreytinga sem koma hraðast fram á pólunum.

Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur pistil - sinn síðasta fyrir jól.

Frumflutt

19. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,