Samfélagið

Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli, skjalafals fortíðar og málfarsmínúta

Við kynnum okkur Viðlagasjóðshúsin í Keilufelli í Reykjavík, eða Vestmannaeyjahúsin eins og þau eru stundum kölluð. Ræðum við Ágústu Óskars Kettler og Ernst Kettler, sem fluttu inn 1974 og Dagnýju Bjarnadóttur, landslagsarkítekt,sem býr í næsta húsi við frumbyggjana. Húsin voru reist á örskotsstundu eftir gosið í Heimaey, og við spyrjum íbúana út í þau og hvort þeim fyndist góð hugmynd endurtaka leikinn?

Heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands. Við fáum þessu sinni vita allt um stóra skjalafölsunarmálið frá árinu 1724. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður leiðir okkur í allan sannleikann um það dularfulla mál.

Málfarsmínúta.

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,