Samfélagið

Skiptar skoðanir um Kársnesstíg og það vinsælasta á Vísindavefnum árið 2025

Aðgreindur hjóla- og göngustígur, Kársnesstígur, hefur verið tilefni umræðna meðal íbúa Kópavogs undanfarnar vikur. Stígurinn á tengjast Fossvogsbrú, fyrstu stóru framkvæmdinni í fyrsta áfanga Borgarlínu, sem tengir vesturhluta Kópavogs og Reykjavíkur yfir Fossvog. Í nóvember samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu nýju deiliskipulagi fyrir stíginn, Kársnesstíg, sem kynnt var fyrir íbúum í lok sama mánaðar. Finnur Pálmi Magnússon, hjólreiðamaður, Kópavogsbúi og stjórnarmaður í Útivistarsamtökum Kársness, fór yfir kosti og galla nýs Kársnesstígs með okkur.

Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins kíkti við í síðari hluta þáttar og sagði okkur hvað vakti mesta athygli á Vísindavefnum árið 2025. Þar var ýmislegt sem tengist samfélagsumræðunni á árinu en annað sem kom skemmtilega á óvart.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.

Tónlist þáttarins:

BENNI HEMM HEMM feat. RETRO STEFSON - FF ekki CC.

LOU REED - Caroline Says II.

Fleet Foxes - Helplessness Blues (#6 plata vikunnar (Helplessness Blues) maí 2011).

Frumflutt

6. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Þættir

,