Samfélagið

Akureyrarborg, tölvuleikjaiðnaður, leppur og erfðabreytt svínsnýru

Stjórnvöld stefna því innan skamms verði Akureyrarbær Akureyrarborg. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar borgarstefna þar sem sjónum er beint því efla tvö borgarsvæði á Íslandi - Reykjavík, sem heldur velli sem höfuðborg, og Akureyri, sem yrði svæðisborg. Hugmyndir um Akureyrarborg eru ekki nýjar af nálinni - en fyrir nokkrum árum sat bæjarstjórinn, Ásthildur Sturludóttir, einmitt í starfshópi sem pældi í svæðisbundnu hlutverki Akureyrar og því hvað bær þyrfti hafa til þess geta kallast borg. Við ræðum við Ásthildi.

Svo ætlum við kynna okkur tölvuleiki og framleiðslu þeirra hér á landi. Tölvuleikjaiðnaðurinn er gríðarstór á heimsvísu, það er talið umfang hans meira en kvikmyndir og tónlist samanlagt og stærstu leikjaframleiðendur heims velta milljörðum á milljarða ofan. Samtök leikjaframleiðanda á Íslandi voru stofnuð árið 2009, fyrirtækin innan þeirra samtaka eru um 20 og starfsmenn skipta hundruðum. Formaður samtakanna, Halldór Snær Kristjánsson ætlar ræða við okkur íslenskan tölvuleikjaiðnað.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar fjalla um aðgerð sem sagt var frá í fjölmiðlum nýverið þar sem erfðabreytt svínsnýra var grætt í mann.

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,