Samfélagið

Svifryk, vetrarfuglatalning og neytendaspjall

Í gær var hægur vindur á höfuðborgarsvæðinu, snjóinn hafði tekið upp, göturnar þurrar og eftir hádegi barst tilkynning frá Reykjavíkurborg - styrkur svifryks mældist hár víða um borgina og fólk beðið draga úr akstri einkabílsins, taka strætó . Við ætlum ræða svifryk, orsakir þess, áhrif og mögulegar aðgerðir við Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman niðurstöður úr árlegri vetrarfuglatalningu. Í þessari talningu sem fór fram í janúar, sáust hátt í 170 þúsund fuglar af meira en 80 tegundum. Sumir fuglar koma fyrir í tugþúsundatali en aðrir bara einu sinni - eins og grákráka og blessuð heiðlóan. Svenja Auhage fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með þessum rannsóknum og segir okkur frá þeim.

Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Við ætlum ræða fjallabaksleið sem fólk virðist stundum fara þegar það vill bætur vegna þess flugferð sem það átti bókaða var seinkað eða henni aflýst.

Tónlist:

DAMIEN RICE - Volcano (Radio Edit 2004).

Rocky trail - Kings of convenience.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,