Samfélagið

Áfallastjórnun og Grindavík, Loftslagsspjall við Halldór Björnsson, umhverfispistill

Áfallastjórnun er ung fræðigrein í hröðum vexti, hún snýr forvörnum og viðbúnaði, viðbrögðum, lærdómi og endurreisn samfélaga í kjölfar áfalla. Við ætlum ræða áfallastjórnun við Ásthildi Elvu Bernharðsdóttur, dósent við fagstjóra náms í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst og setja þessi fræði í samhengi við þau áföll sem undanfarna mánuði hafa dunið á Grindvíkingum.

Stóran hluta ársins 2023 var meðalhiti á jörðinni einni og hálfri gráðu yfir meðalhita fyrir iðnbyltingu. Hitametin féllu í hrönnum síðastliðið haust, árið reyndist það heitasta frá upphafi mælinga, líklega síðustu 100 þúsund ár, og horfa vísindamenn fram á við og birta spár sínar fyrir árið í ár. Er einnar og hálfrar gráðu markmiðið úr sögunni? Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, kemur í loftslagsspjall.

Málfarsmínúta - neyslurými.

Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur pistil í lok þáttar.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,