Samfélagið

Mælirinn fullur hjá háskólakennurum, Fundur með börnum frá Grindavík og Oddrúnarmálið

Samkvæmt nýlegri könnun er meira en þriðjungur starfsmanna í háskólum í hættu á kulnun. Nemendafjöldi hefur aukist en kennurum hefur ekki fjölgað sama skapi, vinnuvikan er löng og stór hluti kennara nýtir frítíma sinn til sinna rannsóknum og kennslu. Ragna Bene­dikta Garðars­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn Fé­lags pró­fess­ora við rík­is­háskóla og Sigrún Ólafsdóttir formaður félagsins ræða þetta við okkur .

Síðar í vikunni ætla Umboðsmaður barna og Grindavíkurbær halda stóran fund í Laugardalshöll með börnum í Grindavík, heyra þeirra sjónarmið og koma á framfæri við stjórnvöld. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Jóhanna Lilja Birgisdóttir yfirsálfræðingur hjá Grindavíkurbæ ræða við okkur um stöðu barna frá Grindavík.

Svo heimsækjum við þjóðskalasafn Íslands, ræðum við Helgu Hlín Bjarnadóttur skjalavörð um Oddrúnarmálið svokallaða.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,