Samfélagið

Átök Hamas og Ísraels, leikskólabörn og skjöl úr móðuharðindunum

Við ætlum fjalla um átökin milli Hamas og Ísraelsríkis. Hvers vegna er ekki einhugur meðal ríkja heims um styðja vopnahlé, hvers vegna eru viðbrögð vesturveldanna við þessu stríði gerólík viðbrögðum þeirra við stríðinu í Úkraínu? Eru hörmungarnar sem almenningur á Gaza býr við án fordæma, er hægt tala um þjóðarmorð? Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir þetta við okkur.

Við leitum ljósi í myrkrinu og kíkjum í heimsókn í leikskólann Öskju, heyrum hljóðið í þriggja og fjögurra ára drengjum í jólaskapi og fræðumst aðeins um Hjallastefnuna í leiðinni, ræðum við Ásthildi Hönnu Ólafsdóttur, leikskólakennara á gula kjarna.

Við förum einnig í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Margrét Gunnarsdóttir, skjalavörður, sýnir okkur merkileg skjöl úr dönsku sendingunni svokölluðu, rentukammersskjöl frá tímum móðuharðindanna.

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,