September:
Arnhildur Hálfdánardóttir var með pistlaröð um botnvörpuveiðar og stöðu hafsins umhverfis Ísland. Í einum pistlanna ræddi hún við Snjólaugu Árnadóttur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumann Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík um hafréttarmál.
Samfélagið hitti Sigríði Gísladóttur, framkvæmdastjóra samtakanna Okkar heimur, og fékk að fræðast um samtökin og stöðu þeirra barna sem alast upp hjá foreldri með geðrænan vanda.
Í Árskógum hefur Rauði krossinn boðið upp á hópkennslustundir í íslensku sem leiddar eru af reyndum kennurum í sjálfboðaliðastarfi. Samfélagið fékk að fylgjast með kennslustund og heyrði meira um starfið.
Október:
Samfélagið fékk að kíkja á æfingu hjá yndislegum hópi fólks með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Hópurinn gengur undir nafninu Breyttur lífsstíll.
24.október var Kvennafrídagurinn haldinn. Af því tilefni fékk Samfélagið þrjár konur til að ræða stöðuna í jafnréttismálum. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Saga Davíðsdóttir frá Feministafélaginu Emblu við Menntaskólann í Hamrahlíð og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, settust niður með Ástrós Signýjardóttur og Elsu Maríu Guðlaugs-Drífudóttur.
Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir hitti Benedikt Traustason frá Reykjavíkurborg við Tjörnina. Hjá borginni eru uppi áætlanir um að komast að því hversu menguð tjörnin er og grípa til aðgerða til að hjálpa lífríki hennar.
Samfélagið kíkti á kóræfingu hjá Happy hour kórnum eitt kvöldið en kórinn hefur verið starfræktur í sex ár. Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri, segir markmiðið með kórnum að fá konur til að hittast og njóta þess að syngja saman.
Nóvember:
Fríbúðin er rekin í Gerðubergi í Breiðholti, í henni er allt ókeypis. Pétur Magnússon heimsótti verslunina en þangað getur hver sem er komið við, tekið hluti úr hillum og skilið eftir hluti sem aðrir geta tekið með sér heim.
Svæðið við Elliðaárstöð í Elliðaárdal iðar nú af lífi árið um kring.. Gamlar byggingar hafa fengið nýtt hlutverk og saga svæðisins er vel varðveitt. Ástrós Signýjardóttir heimsótti svæðið og hitti Brynhildi Pálsdóttur, hönnuð, sem hafði þá nýverið tekið við Hönnunarverðlaunum Íslands.
Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, færðu okkur reglulega pistla um framgang mála á COP30 loftslagsráðstefnunni í Brasilíu.
Desember:
Pétur Magnússon lagð leið sína í Þjóðminjasafnið og ræddi þar við þjóðfræðinga um jólahefðir, fáheyrða jólavætti og hlýddi á jólatóna.
Stefán Gíslason flutti pistil þar sem hann fjallaði um eitraðar rúsínur og aukna notkun þeirra.
Við fjölluðum töluvert um rólega aðventu og kíktum í heimsókn á leikskólann Hlíðarenda þar sem unnið er með rólegt umhverfi í kringum börnin í desember.