Bandaríkin og alþjóðalög, textíl og einokunarverslun á 18.öld og Er ekki allt í lagi heima hjá þér?
Á laugardag gerði Bandaríkjaher árásir á Venesúela og handsamaði forsetann, Nicolas Maduro. Búist er við því að Maduro komi fyrir dóm í New York í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin ætla að stýra landinu og að bandarísk fyrirtæki myndu endurreisa olíuiðnað landsins. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið alls konar – meðal annars hefur því verið haldið fram að árás Bandaríkjahers á Venesúela sé jafnframt árás á alþjóðaréttakerfið. Dr. Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR, ræddi stöðuna í alþjóðamálunum.
Við heimsóttum Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður tók á móti okkur og sýndi okkur áhugaverð skjöl sem tengjast textíl og einokunarverslun á Íslandi á 18.öld.
Um jólin var heimildaleikhúsverkið Er ekki allt í lagi heima hjá þér, um fjórar manneskjur sem ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm, flutt á Rás 1. Umfjöllunarefni þáttanna hefur vakið athygli og Eva Rún Snorradóttir, leikstjóri og handritshöfundur verksins, ræddi við okkur um mikilvægi þess að opna umræðuna um geðræn veikindi og hvaða afleiðingar það hefur fyrir börn að alast upp með andlega veiku foreldri.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
Joni Mitchell - California.
Crospy, Stills, Nash & Young - Helpless.
Frumflutt
5. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.