• 00:02:40Skemmtiferðaskipin koma
  • 00:15:45Jón Atli Benediktsson rektor HÍ
  • 00:40:51Nemendur UNESCO GRÓ í Úganda

Samfélagið

Skemmtiferðaskipin koma, háskólamál - fleiri með gráðu en færri af þeim sem byrja útskrifast, nemendur GRÓ-skólanna hittast í Kampala í Úganda

Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs lagðist bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Og það eru um 90 önnur á leiðinni í hátt í 260 ferðum. Þeim fylgja hundruð þúsunda farþega. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna ætlar ræða við okkur á eftir um komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og segja okkur frá nýrri farþegamiðstöð sem brátt mun rísa á Skarfabakka.

Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur sem sýna brautskráningar meistaranema náðu nýjum hæðum á árunum 2021 - 2022. Fleiri geta veifað háskólagráðu en á sama tíma fjölgar í hópi þeirra sem hefja háskólanám en hafa - tíu árum liðnum ekki útskrifast - eru lengi á leiðinni markinu eða því aldrei. Við ætlum ræða brautskráningar, lokaritgerðir, reiknilíkön og fleira við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Við förum svo til Úganda en í áratugi hefur sérfræðingum frá þróunarlöndum verið boðið koma til Íslands til læra og nema innan GRÓ skólanna svokölluðu. Það eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Nýverið komu nemendur skólanna í Úganda saman í Kampala til tengjast betur svo sérfræðiþekking þeirra nýtist enn betur til framþróunar og uppbyggingar innanlands. Fulltrúi Samfélagsins, Þórhildur Ólafsdóttir, leit við á fundinum og ræddi við Þór Heiðar Ásgeirsson, forstöðumann Sjávarútvegsskólans.

Frumflutt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,