• 00:05:57Bruni í Kaupmannahöfn
  • 00:23:58HM í handbolta 2031
  • 00:45:34Málfarsmínúta
  • 00:46:48Vísindaspjall um örplast

Samfélagið

Bruni í Kaupmannahöfn, HM í handbolta 2031, knepra og örplast

Mikill eldur kom upp í sögufrægu húsi; gömlu kauphöllinni, Børsen, í Kaupmannahöfn í gær. Um helmingur byggingarinnar er sagður hafa brunnið til kaldra kola og ljóst tjónið er gríðarlegt. Bæði efnislegt tjón en bruninn er líka vitaskuld mikið áfall fyrir Dani enda hefur þetta 400 ára gamla hús mikla þýðingu fyrir sögu þjóðarinnar. Viðbúnaður slökkviliðs var mikill og við sáum á myndum hvernig fólk þusti inn í bygginguna til bjarga verðmætum. Málverkum, ljósakrónum og öðrum munum. Við ætlum ræða þennan bruna út frá sjónarhóli slökkviliðsins, Vernharð Guðnason er deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins.

Svo bárust fréttir af því í gær HM í handbolta karla ætti fara fram á Íslandi eftir sjö ár - árið 2031. Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskar íþróttir og auðvitað handboltann sérstaklega. Það hefur komið fram forsenda þess þetta mót fari fram hér bygging nýrrar þjóðarhallar og flest sem bendir til þess hún muni rísa. Það verður því mörg horn líta hjá formanni HSÍ á næstu árum. Guðmundur B. Ólafsson ætlar ræða þetta við okkur.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar og ræðir nýjar rannsóknir á örplasti.

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,