Samfélagið

Nýtt bann við aldursmismunun, framgangur Vaxa technologies og umhverfispistill

Um verslunarmannahelgina í fyrra mátti fólk undir 23 ára aldri ekki tjalda á tjaldsvæðinu á Flúðum, stundum eru haldin böll þar sem engum undir þrítugu er hleypt inn og fyrir nokkrum árum var fjallað um það í fréttum Icelandair væri hætt ráða flugfreyjur og flugþjóna yfir 35 ára aldri. Við höldum áfram ræða aldurstakmarkanir hvers konar í Samfélaginu í dag, meðal annars þær sem fyrirtæki setja en það eru breytingar í farvatninu, í sumar taka gildi lög sem banna mismunun á grundvelli aldurs á öllum sviðum, en slík mismunun er þegar bönnuð á vinnumarkaði. Við ræðum þetta við Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðing hjá Jafnréttisstofu.

Íslenska hátæknifyrirtækið VAXA Technologies hefur gert tímamótasamning við matvælarisann Oterra um nýtingu á hráefnum úr smáþörungarækt fyrirtækisins á Hellisheiði. Við ætlum kynnast þessu fyrirtæki, Vaxa technologies, og starfsemi þess og fáum framkvæmdastjórann, Kristinn Hafliðason, og markaðsstjórann, Hörð Ágústsson, í spjall.

Við heyrum svo umhverfispistil frá ungum umhverfissinnum, endurfluttan frá því í fyrra, en þar gerir Finnur Ricart Andrason upp loftslagsráðstefnuna, COP 28.

Tónlist:

Una Torfadóttir - Stundum.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,