Samfélagið

Dúfur, áhrif COVID-19 á Vestfjörðum, útför Navalnís

Við ætlum tala um COVID-19 en fyrr í vikunni voru 4 ár liðin frá fyrsta covid 19 smitinu hér á landi. Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum fór fyrir rannsókn á samfélagslegum áhrifum og lýðheilsuaðgerðum vegna COVID-19 á Vestfjörðum. Hún segir okkur frá rannsókninni og helstu niðurstöðum.

Útför rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís fór fram í Moskvu í dag. Hann lést í öryggisfangelsi í Síberíu 16. febrúar síðastliðinn, þar sem hann afplánaði langan dóm, var gefið sök hafa stofnað og rekið öfgasamtök. Oddur Þórðarson, fréttamaður, hefur fylgst grannt með og ræðir við okkur.

Dýraspjall. Vera Illugadóttir ræðir um meinta njósnadúfu í Mumbai.

Tónlist:

Hljómar - Við saman.

JOHN MAYER - Carry Me Away.

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,