• 00:02:43Hitaveitur og staða þeirra
  • 00:18:28Sköpunargleðisérfræðingur
  • 00:35:25Málfarsmínúta
  • 00:36:43Þjóðskjalasafnið

Samfélagið

Hitaveitur, sköpunargleði, málfar og hundrað ára gömul gerðarbók

Núna fyrir helgi var kynnt úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar. Og það var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem fól Íslenskum orkurannsóknum gera þessa úttekt vegna erfiðrar stöðu hjá mörgum hitaveitum í kuldanum síðasta vetur. Og meðal þess sem kemur fram í þessari úttekt er tveir þriðju hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja það geti orðið vandi mæta henni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR er einn þeirra sérfræðinga sem unnu þessa úttekt og hún ætlar fara yfir það helsta með okkur.

Við ræðum svo við sköpunargleði sérfræðing. Birna Dröfn Birgisdóttir rannsakar í doktorsnámi sínu hvernig sköpunargleði getur nýst fólki í leik og starfi. Hún rekur líka hún fyrirtæki þar sem hún þjálfar fólk í sköpunargleði og hefur líka þróað forrit sem eflir sköpunargleði

Við fáum eina málfarsmínútu og svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands þar sem við hittum Árna Jóhannsson skjalavörð. Hann ætlar fletta með okkur meira en hundrað ára gamalli gerðarbók Keflavíkurhrepps og segja okkur frá því hvernig eftirliti með skilaskyldu til safnsins er háttað.

Frumflutt

8. maí 2023

Aðgengilegt til

8. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,