Samfélagið

Hamfarir í Marokkó, tækjakostur Vegagerðarinnar og gömul óskalög

Það er ljóst jarðskjálftinn stóri sem varð í Marokkó fyrir helgi olli miklu tjóni. Meira en 2000 eru látin og þúsundir slösuðust. Byggingar hrundu, vegir fóru í sundur, skriður féllu og er allt kapp lagt á bjarga fólki. Við ætlum ræða við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um þá krafta sem voru þarna verki.

Vegagerðin hefur líklega aldrei verið betur tækjum búin en nú. Í sumar kom sending af alls konar afar sérhæfðum tækjum sem eiga gera stofnuninni betur kleift meta ástand vega og viðhaldsþörf. Þar á meðal er nýtt falllóð, jarðsjárdróni og kúlnakvörn. Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar, segir okkur frá tækjakosti í skemmu og á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar í Suðurhraunin í Garðabæ.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar. Hún ætlar dusta rykið af 70 ára gamalli upptöku úr óskalagaþættinum ?Þetta vil ég heyra? þar sem Gunnar Thoroddsen var gestur.

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

11. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,