Samfélagið

Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

Það hefur varla farið framhjá hlustendum leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Viðbúnaðurinn er mikill og hingað mæta á fimmta tug þjóðarleiðtoga Evrópu. Leiðtogarnir funda í dag og á morgun fara fram allskyns viðræður og málefnastarf sem lýkur með blaðamannafundi síðdegis. En hvað gerir Evrópuráðið og hvert er hlutverk þess? Og hvaða þýðingu hefur fundur af þessu tagi? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ætlar ræða það við okkur á eftir.

Málfarsráðunautur RÚV Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar og fjallar um málfar tengdu þessu máli málanna, leiðtogafundi Evrópuráðsins.

VIð ætlum líka heyra af nýrri rannsókn um hvernig börn upplifa þegar foreldrar þeirra og forráðafólk eru skerða skjátíma þeirra, en þetta er barátta margra heimila. Freyja Ósk Þórisdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir hjúkrunarfræðinemar koma og segja okkur af því.

Við heyrum svo í ritstjóra neytendablaðsins og fræðumst um nýjar reglur í Noregi sem banna auglýsendum myndbreyta fólki, eða fótósjoppa það. Eins og við þekkjum þá er hægt nota allskonar forrit til breyta fólki þannig það er ekkert raunverulegt eða raunhæft við útlit þeirra. Það semsagt ekki lengur í Noregi, ætti banna það líka hér?

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

16. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,