Samfélagið

Leiðtogafundur. Kolefnhlutleysi á kostnað náttúru? Ruslarabb. Pistill.

Það styttist í leiðtogafund Evrópuráðsins - hann fer fram í Hörpu 16. til 17. maí næstkomandi og þá koma hingað um 900 erlendir gestir. Leiðtogum 46 ríkja er boðið og auk þeirra hefur fulltrúum frá áheyrnarríkjunum fimm, Bandaríkjunum, Páfagarði, Japan, Kanada og Mexíkó, verið boðið taka þátt á fundinum. Þá hefur leiðtogum Sameinuðu Þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópusambandsins verið boðið, auk þess sem æðstu stjórnendur allra helstu stofnana Evrópuráðsins sækja fundinn. Öllu þessu fólki fylgir fjölmennt lið. Nokkur hundruð fjölmiðlamenn verða hér líka til flytja fréttir af fundinum. Þessum fundi fylgir gríðarleg öryggisgæsla á skala sem við þekkjum ekki hér í okkar fámenna samfélagi. Undirbúningurinn er viðamikill og hvílir stórum hluta á herðum Ríkislögreglustjóra, Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Hún verður gestur okkar rétt á eftir.

Við ætlum svo ræða um kolefnishlutleysi Íslands og þýðingu þeirrar vegferðar fyrir islenska náttúru - þetta er vandrataður stígur þar sem eitt helst ekki vera á kostnað annars. Hingað kemur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Eydís Líndal Finnbogadóttir og Snorri Sigurðsson sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun.

Ruslarabb um límmiða, plástra og límband.

Svo fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.

Frumflutt

9. maí 2023

Aðgengilegt til

9. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,