Samfélagið

Útskriftarnemar, brotið og bramlað, málfar og dýrasvif

Flestir framhaldsskólar hafa útskrifað sitt fólk. Útskriftarárgangurinn í ár á baki athyglisverð ár - covid setti tóninn í byrjun en hvernig endaði þetta allt saman og hvað ber framtíðin í skauti sér? VIð setjumst niður með tveimur nýútskrifuðum, það eru þau Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Flensborg og Egill Breki Scheving úr Borgarholtsskóla.

Sumarið er gjarnan tími fyrir ýmis konar leiki og sprell. Eitt af því sem býðst í Skemmtigarðinum í Grafarvogi er svokölluð Útrás þar sem fólk getur fengið brjóta og bramla alls kyns hluti, svo sem diska, glös og annað postulín, jólaskraut, sjónvörp, borð og bekki og svo mætti lengi telja. En hvaðan koma þessir hlutir og hvernig endurspegla þeir samfélag okkar og neysluhyggjuna sem oft virðist allsráðandi? Samfélagið bregður sér upp í Grafarvog hér á eftir og ræðir við Snorra Helgason framkvæmdastjóra Skemmtigarðsins.

Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er Dýraspjall, þessu sinni er rætt við Hildi Pétursdóttur, sérfræðing hjá Hafró en hún er sérfróð um svokallað dýrasvif, sem eru smá en mikilvæg öllu lífríki hafs.

Frumflutt

9. júní 2023

Aðgengilegt til

9. júní 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,