Samfélagið

Gagnýrni á heimildakaup, hollvinir SAK og gamlar dómabækur

Samfélagið heldur áfram fjalla um valkvæðan markað með kolefniseiningar. Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands, hefur verið leiðandi á þessum markaði hér. Á sama tíma og hann hefur trú á sölu kolefniseininga er hann gagnrýninn á þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfisráðherra, kaupa losunarheimildir af Slóvakíu til gera upp síðara skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinnar.

Við kynnum okkur starfsemi Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri sem nýlega áttu tíu ára afmæli og gáfu spítalanum, sem á bráðum 150 ára afmæli, nýja hryggsjá. Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknar er formaður stjórnar samtakanna.

Ólafur Valdimar Ómarsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur rýnt í gamlar dómabækur og hefur fundið ýmislegt mjög áhugavert.

Frumflutt

4. sept. 2023

Aðgengilegt til

4. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,