• 00:02:39Landspítali rís
  • 00:22:10Náttúrulæsi
  • 00:47:53Málstefna RÚV

Samfélagið

Landspítali rís, náttúrulæsi og málstefna RÚV

Við tökum stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Það er risastórt verkefni sem hefur lengi verið í gangi og framkvæmdir eru á fullu. Það sem er núna mest áberandi er svokallaður meðferðarkjarni sem hefur risið nokkuð hratt undanfarið en nýlega var sagt frá því magn þeirrar steypu sem notuð er í hann væri komið yfir 40 þúsund rúmmetra. Sem okkur skilst dágott. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri verkefnisins um Nýjan Landspítala fer yfir málið með okkur.

Við ætlum svo ræða um náttúrlæsi Íslendinga. Það er líklega fáum öðrum þjóðum eins mikilvægt vera læs á náttúru sína og umhverfi, í landi hættulegra veðra, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla. En mögulega hefur náttúrulæsi og skilningi farið aftur. Hvernig birtist það og hvað er hægt gera við því? Við ræðum við tvo sérfræðinga, annars vegar Hauk Arason dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Háskóla íslands og hins vegar Hauk Hauksson samskiptastjóra Veðurstofunnar.

Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins til okkar í lok þáttar. Hún segir okkur frá málstefnu RÚV sem er verið endurskoða.

Frumflutt

2. maí 2023

Aðgengilegt til

2. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,