Samfélagið

Unnin matvæli, málstol, málfar og roðskór fortíðar

Við ætlum kynna okkur það sem upp á ensku hefur verið kallað ?ultra processed foods? - það eru mjög mikið unnin matvæli sem innihalda allskyns efni sem vissulega eru æt, en flokkast kannski ekki endilega sem matur í eiginlegum skilningi. Undanfarið hafa komið í ljós ýmsar vísbendingar um þessi meðferð á matnum okkar heilsuspillandi og í nýrri bók eftir breska lækninn Chris Van Tulleken eru nýjustu rannsóknir um matvæli af þessu tagi teknar saman og því lýst hvernig risafyrirtæki markaðssetja vörur sem geymast lengi, eru bragðgóðar og allt því ávanabindandi. Við ræðum þetta við Bryndísi Evu Birgisdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Talmeinafræðingar geta aðstoðað þau sem þjást af málstoli sem er talið séu yfir 100 á ári á Íslandi - og ætla talmeinafræðingar allsstaðar úr heiminum koma saman á næstunni og rýna í málstol meðferðir við því og rannsóknir. Við ræðum við Ester Sighvatsdóttur yfirtalmeinafræðing á Landspítalanum.

Við heyrum eina málfarsmínútu og fáum svo heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri ætlar leyfa okkur heyra áhugaverða upptöku úr safninu.

Frumflutt

12. júní 2023

Aðgengilegt til

12. júní 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,