• 00:02:39Nýju ruslatunnurnar
  • 00:25:18Viðarvinnsla
  • 00:46:35Málfarsmínúta
  • 00:47:46Vísindaspjallið

Samfélagið

Tunnurnar gerðar klárar, viðarvinnsla, málfar og heilinn afhjúpaður

Matarleifar, plast, pappír og blandaður úrgangur. Þetta eru flokkarnir fjórir sem allt sorp á flokkast í og verður tekið upp á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum á næstunni - aðrir landshlutar sumir löngu byrjaðir á þessu auðvitað. Og þetta mun þýða við flest heimili bætist í það minnsta ein tunna - sem er jafnvel tvískipt - útfærslurnar fara auðvitað eftir umfangi úrgangs og fjölda íbúa - og svo kemur karfa með bréfpoka inn til okkar þar sem í fara matarleifar. Við fórum í morgun skoða nýju tunnurnar, það er verið setja þær saman og merkja vandlega á risastóru vinnusvæði á Gufunesi - ekkert sem jafnast á við ónotaðar ruslatunnur - en við skoðuðum samt hvernig á nota þær með Guðmundi B. Friðrikssyni verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Við heimsækjum Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk. Þar er viðarvinnsla í fullum gangi enda töluvert af timbri sem fellur til vegna grisjunar. Þar eru framleidd viðarborð úr ýmsum trjátegundum, eldiviður, viðarkurl og fleira. Auður Elva Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur tekur á móti okkur og segir frá viðarvinnslunni og ræktunarstarfinu.

Málfarsmínútan er á sínum stað og svo er Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

9. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,