Samfélagið

Gróðureldar, lúpína sem byggingarefni, málfar og hjálpsemi

Á þessum tíma árs er langmest hætta á gróðureldum á Íslandi, þetta gerist þegar snjóa hefur leyst en gróðurinn er ekki farinn af stað, það er því þurrt á og ef úrkoma er lítil er mikið eldsneyti í gróðrinum frá síðasta sumri. Vorið 2021 var mikið óvissustig á stórum hluta landsins, það urðu miklir gróðureldar í Heiðmörk en í fyrra var sem betur fer næg úrkoma. það er hægt blessa rigninguna ef maður sinnir brunavörnum eins og Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu sem var viðmælandi í Samfélaginu.

Hönnunarmars er hafinn og viðburðir um allar trissur tengdir þeirri miklu hátíð. Meðal annars í Norræna húsinu þar sem aðstandendur verkefnisins Lúpína í nýju ljósi, trefjaefni framtíðar hafa komið sér fyrir. Þær hafa rannsakað hvernig nýta Alaskalúpínu við framleiðslu á trefjaefnum - t.d. byggingarefnum og umbúðum. Rætt við Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur og Elínu Sigríði Harðardóttur, eigendur Efnasmiðjunnar.

Málfarsmínútan í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur

Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall um rannsókn um hjálpsemi.

Frumflutt

3. maí 2023

Aðgengilegt til

3. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,