Samfélagið

Fjarskiptatruflanir, dagbækur Sveins og Rauði krossinn tilnefndur

Í gær bárust fréttir af því ekkert símasamband væri sumstaðar í Eddu, húsi íslenskunnar. Ástæðan er sögð koparklæðning utan á húsinu sem hindrar fjarskiptamerki berist inn í húsið. Við ætlum forvitnast um þetta, hvað veldur og hvað annað getur valdið því fjarskipti truflist. Þorleifur Jónasson fjarskiptatæknifræðingur og sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu sest hjá okkur eftir smástund.

Við kynnum okkur dagbækur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Akureyri. Hann hélt dagbók frá því hann var unglingur fram á dánardag árið 1869 og þykja bækurnar einstakur aldarspegill. Rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, var sonur Sveins. Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur rannsakað dagbækur Sveins í sumar og unnið því koma þeim yfir á stafrænt form.

Rauði krossinn á Íslandi er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Í ár beinir dómnefndin sjónum sínum þeim miklu áskorunum sem fólgnar eru í framleiðslu og notkun á textíl. Árið 2021 söfnuðust tæplega 2300 tonn af textílefnum í gegnum fatasöfnunarkerfi Rauða krossins og þetta viðamikla verkefni er semsagt eitt af sjö verkefnum á Norðurlöndunum sem er tilnefnt. Guðbjörg Rut Pálmadóttir hjá Rauða krossinum segir okkur frá þessu á eftir.

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

5. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,