Samfélagið

Hernámsárin, zebrafiskar, málfar og syngjandi lemúrar

Við ræðum við tvo grúskara sem hafa mikinn áhuga á seinni heimstyrjöldinni og hernámsárunum á Íslandi. Þeir hafa báðir skoðað dauðsföll tengd veru setuliðsins hér á landi. Gauti Páll Jónsson hefur skoðað sérstaklega bílslys tengd hernum, þau voru furðumörg og það dóu bæði fullorðnir og börn. Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður hefur legið yfir gömlum málum, meðal annars máli ungrar stúlku sem lést í kjölfar árásar hermanns.

Við tölum við sameindalíffræðinginn Söru Sigurbjörnsdóttur í dýraspjalli dagsins. Hún vinnur með sebrafiskum, sem geta víst gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem gætu nýst við þróun á lyfjum við slitgigt.

Við fáum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Svo kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir til okkar í lok þáttar. Hún ætlar segja okkur frá frændum okkar lemúrum.

Frumflutt

16. júní 2023

Aðgengilegt til

16. júní 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,