• 00:02:40Last of us. Gæti það gerst?
  • 00:22:29Strandhreinsun
  • 00:34:52Málfarsmínúta
  • 00:35:54Dýraspjall: Halldór Pálmar um kræklinga

Samfélagið

Gæti Last of us gerst í alvörunni? Strandhreinsun og kræklingur

Byrjum á ræða um afar aðkallandi mál við Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum, nefnilega hvort heimsfaraldur af völdum sveppa sem breyta mannfólki í uppvakninga geti gerst í alvörunni. Í sjónvarpsþáttunum Last of us sem njóta gríðarlegra vinsælda geysar slíkur sveppafaraldur og hefur lagt heiminn í rúst - og þessir uppvakningasveppir: þeir eru til í alvörunni! Hafa hingað til bara lagst á skordýr - EN erum við næst?!

Við verðum líka beint frá Geldinganesi en þar var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt forstjóra Umhverfisstofnunar opna nýja vefsíðu, strandhreinsun.is sem eins og nafnið bendir til snýst um hreinsun á strandlengjunni. Þarna verður t.d. hægt taka frá svæði til hreinsa, fyrir einstaklinga, stofnanir og félagasamtök. Og þetta er allt saman hluti af átaki sem umhverfisráðuneyti réðist í árið 2021. Rætt við Guðlaug og Katrínu Sóley Bjarnadóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun.

Málfarsmínúta.

Svo er dýraspjallið á sínum stað, Halldór Pálmar Halldórsson er náttúruvísindamaðurinn sem fær sitja fyrir svörum í dag. Halldór er sérfræðingur í kræklingi - sem flestir vita er gómsætur, en það er svo margt fleira algerlega magnað við þessa lífveru - og Halldór segir okkur allt um það.

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

18. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,