• 00:02:39Loftslagsbreytingar - Mikael Allan Mikaelsson
  • 00:22:23Alþjóðleg keppni í samningatækni
  • 00:39:30Málfarsmínúta
  • 00:40:45Dýraspjall

Samfélagið

Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

Við ætlum ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið

Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur.

Málfarsmínúta

Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.

Frumflutt

12. maí 2023

Aðgengilegt til

12. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,