Samfélagið

Þroskunarerfðafræði, íslenskunám, málfar og vísindaspjall

Benedikt Hallgrímsson hefur nokkra titla, en einn þeirra er þroskunarerfðafræðingur. Benedikt var hér á landi í síðustu viku og talaði á málþingi um þróun, líffræðilega fjölbreytni og sjúkdóma. Við heyrum í honum og Arnari Pálssyni einum skipuleggjenda málþingsins.

Matseðlar á ensku, starfsfólk sem talar ensku og áhyggjur af því ferðaþjónustan grafi undan íslenskunni - þetta hefur verið töluvert í deiglunni í sumar. Flavio Spadavecchia er frá Ítalíu. Hann vann í ferðaþjónustu á Suðurlandi í nokkur ár og hefur upplifað hvernig það er reyna læra íslensku samhliða löngum vöktum.

Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Edda Olgudóttir kemur svo í lok þáttar í vísindaspjall.

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

23. ágúst 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,