Steinagreining, klósett og fráveita, ruslarabb og pistillinn Páls
Um helgina buðu Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun gestum og gangandi upp á aðstoðu og tæki til að greina helstu steintegundir á ÍSlandi undri dyggri leiðsögn sérfræðinga stofnananna. Bæði voru steinar á staðnum, en fólk kom líka með sína eigin. Svo virðist vera sem steinasafnarar séu víða og steinasöfn inn á mörgum heimilum.
19. nóvember er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu Þjóðanna. Tæplega helmingur mannkyns býr við óviðunandi salernisaðstæður sem ógnar bæði heilsu þeirra og umhverfi. Hér á Íslandi erum við svo heppin að hafa bæði rennandi vatn og góða fráveitu en það hefur ekki alltaf verið raunin. Til okkar kemur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem skrifaði fráveitusögu landsins en klukkan 5 í dag býður hann gestum í sögugöngu um ræsi miðborgarinnar.
Ruslarabb - bökunarpappír.
Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil
Frumflutt
22. nóv. 2022
Aðgengilegt til
23. nóv. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.