Samfélagið

Vísindasystur, fullorðnir með ADHD, vísindamaður vikunnar

Elín Björk og Sigurdís Björg Jónasdætur: Systur og vísindakonur, veðurfræðingur og jarðfræðingur og vinna báðar á Veðurstofunni. Sérhæfðar í veðri og jörð fylgjast þær með náttúrunni sem hefur látið til sína taka síðustu misserin. Elín og Sigurdís segja frá hasarnum sem fór af stað á vinnustað þeirra fyrir helgina þegar ljóst var gos væri hafið við Fagradalsfjall, þær ræða vísindin og starfið og eldgosið sem á hug þjóðarinnar allrar þessa dagana.

Heilsupistill: Allt þriggja ára bið er eftir komast hjá ADHD-teymi Landspítalans sem sinnir fullorðnu fólki. Biðlistinn var langur fyrir COVID en hefur lengst verulega og bíða 700 manns eftir því komast að. Fjögur hundruð tilvísanir berast teyminu meðaltali á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Unni Jakobsdóttur Smára, sálfræðing og teymisstjóra um stöðuna.

Guðfinnu Aðalgeirsdóttir jöklafræðingur er vísindamaður vikunnar. Guðfinna er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakar jökla og hvernig þeir bregðast við loftslagsbreytingum. Guðfinna vinnur með jöklafræðingum um allan heim, er einn af höfundum nýjsutu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna og á Suðurskautslandinu er tindur nefndur eftir henni.

Birt

22. mars 2021

Aðgengilegt til

22. mars 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.