Morgunvaktin

Ár barnsins, Berlínarspjall og Listasafn Einars Jónssonar

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir því í áramótapistli árið í ár verði gert ári barnsins, og það helgað baráttunni gegn fátækt barna og aðgerðum til bæta hag þeirra. Sonja Ýr ræddi þetta, og skýrslu um brúun umönnunarbilsins, á Morgunvaktinni.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá árinu framundan í Þýskalandi, meðal annars kosningum í fimm fylkjum landsins. Hann talaði líka um víðtækt rafmagns- og hitaleysi í Berlín, sem var vegna skemmdarverka.

Um áramótin færðist Listasafn Einars Jónssonar undir hatt Listasafns Íslands. Því verður fagnað með þrettándagleði síðar í dag. Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, og Edda Kristín Sigurjónsdóttir, garðyrkjufræðingur og myndlistarkona, komu í þáttinn.

Tónlist:

Hot Eskimos - Álfar.

Hot Eskimos - Fjöllin hafa vakað.

Reinhard Mey - Es schneit in meinen Gedanken.

Þrjú á palli - Ólafur Liljurós.

Frumflutt

6. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,