Morgunvaktin

Afmæli Ríkisútvarpsins, tíðindi frá Brussel, aðventan í Hrísey og annríki í kirkjugörðunum

Ríkisútvarpið er 95 ára. Af því tilefni voru leikin samtöl úr Morgunvaktinni frá 2020, á 90 ára afmælinu. Rætt var Guðjón Friðriksson sagnfræðing og Gunnar Stefánsson, fyrrverandi dagskrárstjóra og höfund bókarinnar Útvarp Reykjavík.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna í síðustu viku þar sem samþykkt var tilhögun fjármögnunar fjárstuðnings við Úkraínu.

Það er jólalegt í Hrísey og aðventan þar notaleg. Ásrún Ýr Gestsdóttir, verslunarstjóri í Hríseyjarbúðinni, sagði frá.

Margir leggja leið sína í kirkjugarðana yfir jólahátíðina. Umferðaröngþveiti hefur skapast við garðana í Reykjavík síðustu ár. Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs, hvetur fólk til sækja garðana utan háannatíma - sem er í kringum hádegi á aðfangadag.

Tónlist:

Have yourself a merry little Christmas - Frank Sinatra,

White Christmas - Frank Sinatra.

Frumflutt

22. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,