Morgunvaktin

Venesúela og Grænland, Evrópa og menningarborg Evrópu

Atburðir helgarinnar í Venesúela, þar sem bandaríski herinn gerði árásir og handtók forsetahjónin, og yfirlýsingar um Grænland, voru umræðuefni fyrsta hluta þáttarins. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði ræddi um stöðu alþjóðakerfisins og ógnir sem steðja mögulega Íslandi.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel leit bæði til baka á liðið ár í Evrópu og Evrópusambandinu, og líka fram á veginn. Hann ræddi við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sagði líka frá viðbrögðum á meginlandi Evrópu við tíðindum helgarinnar.

Oulu er önnur af tveimur menningarborgum Evrópu þetta árið. Helga Hilmisdóttir, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun og sérfræðingur okkar hér á Morgunvaktinni um finnsk málefni, sagði frá þessari norðlægu hafnarborg og einkennum hennar.

Tónlist:

Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.

Sálgæslan, Helgi Björnsson - Ljós í myrkvi.

Ellen Kristjánsdóttir, John Grant - Veldu stjörnu.

Frumflutt

5. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,