Morgunvaktin

Breytingar á viðbótarlífeyri, fregnir frá Berlín og staða bólusetninga barna

Mislingar, hettusótt og kíghósti eru dæmi um sjúkdóma sem hafa skotið upp kollinum hér á landi undanfarið, en hversu vel erum við varin fyrir þessum vágestum? Við fórum yfir það uppúr klukkan hálfníu með Kamillu Sigríði Jósefsdóttur yfirlækni bólusetninga hjá embætti Landlæknis.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í þáttinn upp úr hálf átta. Við ræddum um miður góða stöðu ÍL-sjóðs og miður góða stöðu ríkissjóðs gagnvart ÍL-sjóði. Tap flugfélaganna var skoðað og yfirvofandi vaxtahækkanir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Og: frumvarp um viðbótarlífeyrissparnað sem fjármálafyrirtækin eru hrifin af en margir aðrir ekki.

Og svo voru það þýsk málefni. Yfir þau fór Arthúr Björgvin Bollason eftir Morgunfréttirnar. Á efnisskránni voru meðal annars réttarhöld yfir hópnum sem kallaður er “ríkisborgara-hópurinn” og er sakaður um hafa undirbúið valdarán í Þýskalandi. Við ræddum líka um menningu og mannlíf í Berlínarborg.

Gömlu göturnar - Kári Egilsson

Frostnótt í Reykjavík - Kári Egilsson

Óróapúls - Kári Egilsson

Berlin Hildegard Knef

Circle - Miles Davis Quintet, Shorter, Wayne, Williams, Tony, Hancock, Herbie, Carter, Ron, Davis, Miles.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,