Morgunvaktin

Bruninn í Skildi og Berlínarspjall

Í dag, 30. desember, eru liðin 90 ár frá brunanum í Skildi í Keflavík. Það kviknaði í á jólatrésskemmtun fyrir börn, tíu létust og fjöldi annarra stórslasaðist. Atburðurinn var hryllilegt áfall fyrir lítið samfélag en var lengi sveipaður þagnarhjúp. Dagný Maggýjar rithöfundur hefur undanfarin ár lyft þessum hjúp, skrásett sögur í bók um málið og vinnur hún þáttum hér á Rás 1.

Síðasta Berlínarspjall ársins var líka á dagskrá. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir ýmislegt markvert sem gerðist í Þýskalandi á árinu. Kosningar og umrót í stjórnmálum, heimsókn forseta Íslands og verk eftir Bach voru meðal þess sem stóð upp úr.

Við rifjuðum svo upp sögu sem Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur sagði okkur í vor, þegar stríðslokum í Evrópu fyrir 80 árum var fagnað víða um álfuna. Hann sagði þá söguna af því þegar afi hans, Ólafur Bjarnason í Brautarholti, leyfði þýskir hermenn yrðu grafnir þar.

Tónlist:

Silva og Steini - Chances are.

Silva og Steini - Maybe you'll be there.

Kunzmann-kammersveit - Jesus bleibet meine Freude.

Frumflutt

30. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,